fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Situr saklaus maður í lífstíðarfangelsi út af morðum sem Rex Heuermann framdi?

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjendur manns sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð tveggja kvenna telur að skjólstæðingurnn sitji saklaus í fangelsi fyrir glæpi sem Rex Heuermann framdi.

Arkitektinn og grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur nú verið ákærður fyrir sex morð. Saksóknari hefur ekki útilokað að ákærurnar verði fleiri, en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi.

Allt bendi til sama geranda

Heuermann var á fimmtudaginn ákærður fyrir að hafa banað fimmta og sjötta meinta fórnarlambinu, þeim Jessicu Taylor og Söndru Costilla. AP fréttastofan segir þessa vendingu vekja spurningar um annan morðingja. John Bittrolff sem afplánar sem stendur lífstíðardóm fyrir morðið á Ritu Tangredi og Colleen McNamee. Bittrolff var lengi grunaður um að hafa myrt Söndru. Verjendur hans hafa allar götur haldið því fram að ákæruvaldið hafi byggt allt máls sitt á vafasömum sönnunargögnum. Nú þegar Heuermann er ákærður fyrir morðið á Costilla þá sé fullt tilefni til að taka mál Bittrolff aftur til skoðunar, en hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.

„Þú ert með þrjár konur sem voru myrtar á svipuðum tíma og komið fyrir með svipuðum hætti og nú er því haldið fram að ein þeirra hafi verið myrt af Rex Heuermann,“ segir lögmaðurinn Lisa Marcoccia sem rekur áfrýjun Bittrolffs.

„Sannanir benda til þess að þessar konur hafi verið myrtar af sama manni og þessi nýja ákæra styður við yfirlýsingar John Bittrolff um að hann sé hafður fyrir rangri sök.“

Bittrolff var tveggja barna faðir og starfaði sem húsasmiður í Manorville á Long Island. Hann var ákærður fyrir morðin á þeim Tangredi og McNamee á grundvelli sæðis sem fannst á líkum þeirra. Lögregla hafði greint erfðaefni úr bróður hans og þannig fundið tengslin. Hins vegar fannst ekkert erfðaefni úr eða tengt Bittrolff á fundist á líki Söndru Costilla.

Líkum kvennanna þriggja hafði þó verið stillt upp með áþekkum hætti. Þær voru skildar eftir í kynferðislegum stellingum og voru allar bara í einum skó. Viðarsag fannst á vettvangi í öllum þremur tilvikunum og allar þrjár höfðu starfað við vændi.

Rannsókn og saksókn ábótavant

Bittrolff hefur haldið því fram að hann hafi vissulega haft samfarir við Tangredi og McNamee, en það þýði ekki að hann hafi myrt þær og sæði hans var ekki eina sæðið sem fannst á líkum þeirra heldur var þar að finna erfðaefni úr mörgum einstaklingum.

Saksóknarinn í málinu byggði málflutning sinn á „kraftaverki DNA“ og leiddi fram vitni, réttarmeinafræðinginn Michael Caplan sem sagðist geta greint þéttleika sæðins og þannig ályktað að Bittrolff hafi haft samfarir við konurnar skömmu áður en þær voru myrtar.

Aðrir vísindamenn hafi þó dregið þennan vitnisburð í efa og kallað greiningu Caplan „ruslvísindi“ sem eigi enga stoð í viðurkenndum fræðum. Héraðssaksóknarinn var svo sjálfur handtekinn hálfu ári eftir að Bittrolff var sakfelldur fyrir að hafa viljandi reynt að torvelda opinbera rannsókn á lögreglustjóranum í Suffolk sýslu sem var sakaður um að hafa beitt fanga ofbeldi. Báðir voru síðar sakfelldir og dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Gagnrýnendur segja að ýmsir vankantar hafi verið á rannsókn og saksókn í morðum Tangredi og McNamee og sé það því skylda lögreglu að opna rannsóknina að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum