fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt kynferðisbrot til rannsóknar í Hafnarfirði – Erlendur togari kyrrsettur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2024 18:18

Frá Hafnarfirði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hefur grænlenskur togari verið kyrrsettur í Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti.

Seint í gærkvöld fannst kona illa haldin á Óseyrarbraut og hafði henni verið nauðgað. Málið tengist ónefndum bar í Hafnarfirði þar sem ball var haldið í gærkvöld, að því leyti að konan var að skemmta sér þar í gærkvöld og þar var einnig áhöfn erlends togara sem hefur verið kyrrsettur.

Ekki náðist samband við lögreglu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Samkvæmt frétt RÚV er togarinn sem um ræðir grænlenski frystitogarinn Polar Nanoq og hefur einn skipverji á togaranum verið handtekinn, grunaður um brotið. Samkvæmt heimildum RÚV er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.

Togarinn Polar Nanoq hefur áður komist í fréttir hér á landi, en skipverji þar, Thomas Møller Olsen, var fundinn sekur um morðið á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni