fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar furðar sig á þessu þegar hann kveikir á sjónvarpinu – „Það þurfa allir að fara að lögum og reglum, líka þeir sem eru stíflaðir úr frekju“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2024 12:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, uppgjafarpólitíkus og samfélagsrýnir, segist furða sig á því að þingmenn sumra flokka þurfi að tjá sig um öll mál á þingi. 

„Ég kveiki stundum á alþingisrásinni til að fylgjast með okkar gáfaðasta fólki fara yfir strauma og stefnur í íslenskri pólitík. Veit ekki hvort það er tilviljun en nánast í hvert skipti sem ég horfi stendur sama fólkið úr Flokki fólksins og Pírötum, og stundum Viðreisn, við ræðupúltið. Þessi ríka þörf til að tjá sig í öllum málum bendir annað hvort til alhliða og yfirgripsmikillar þekkingar eða sérstakrar sælutilfinningar að hlusta á sjálfan sig tala. Hallast ég að hinu síðarnefnda,“ segir Brynjar í færslu á Facebook.

Brynjar hefur sjálfur reynslu af starfinu en hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ár árunum 2013-2021, auk þess að sitja hluta ársins 2023 sem varaþingmaður fyrir sama flokk. Brynjar var einnig annar varaforseti Alþingis 2017–2021.

Brynjar segir að honum þyki þó verst „þessi reglubundna aðför þingmanna á vinstri vængnum gegn lögreglunni í þingsal og fjölmiðlum vegna mála þar sem þeir vita ekkert um atvik eða staðreyndir. Þetta gerist í hvert sinn sem lögregla þarf að hafa afskipti af pólitískum samherjum þeirra í hinum og þessum aktivistahópum, sem virðast ekki geta farið eftir lögum og reglum eða tilmælum lögreglu. Við slíkar aðstæður verður ekki komist hjá valdbeitingu.“

Brynjar kemur að lokum með hollráð til framangreindra þingmanna: „Ég vil bara segja við þessa þingmenn að það felst ekki í stjórnarskárvörðum rétti til mótmæla að beita aðra ofbeldi, takmarka frelsi þeirra eða skemma eignir annarra. Rétt er að bæta við að þessi árátta að grafa undir mikilvægum stofnunum, eins og lögreglu, er hættuleg samfélaginu. Það þurfa allir að fara að lögum og reglum, líka þeir sem eru stíflaðir úr frekju og í stöðugri andnauð vegna manngæsku og ríkrar réttlætiskenndar, sem að vísu er mjög valkvæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?