fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Þetta er lykillinn að því að losna við aukakílóin – Gleymdu því að fara í megrun

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 04:05

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagsnammi, kökur, snakk, bjór, rauðvín og steikur. Þetta er það sem freistar margra um helgar og það getur reynst erfitt að standast freistinguna. Með tímanum getur þetta, og fleira sem er innbyrt, orðið til þess að aukakílóin fara að safnast fyrir.

En hvernig er best að losna við þau? Er eina ráðið að fasta til að losna við þau? Kannski ekki sagði einkaþjálfarinn Troels Bagge í samtali við TV MIDTVEST.

Hann sagði að ef maður er kominn í þá stöðu að aukakíló hafi safnast fyrir, sé mikilvægt að muna að leyfa sér að „syndga“ inn á milli. Hann sagði að megrunarkúr í eina viku eða mánuð komi ekki að miklu gagni ef hann er ekki grunnurinn að lífsstílsbreytingu.

„Ef maður hefur haft tilhneigingu til að verða of þungur, þá mun það alltaf fylgja manni. Maður verður því fyrst og fremst að líta á þetta sem lífsstíl sem verður að breyta að eilífu. Róm var ekki byggð á einum degi, en eftir því sem líður á baráttuna verður maður ánægður og hamingjusamur,“ sagði hann.

Hann sagði að það séu þrír lykilþættir sem skipta öllu þegar kemur að því að losna við aukakílóin.

Svefn – Ef maður vill léttast er mikilvægt að fá nægan svefn. Það hljómar kannski eins og það sé ekkert mál, en ef þú ert meðal þeirra sem eiga erfitt með nætursvefn, þá er það vandamál sem mikilvægt að takast á við. „Svefn er gríðarlega mikilvægur, því það er þá sem þú hleður batteríin. Það er þá sem líkaminn fær nýja orku. Þú borðar heldur ekki á meðan þú sefur, svo þú innbyrðir ekki hitaeiningar,“ sagði hann.

Mataræði – Hann benti á að ef maður vill léttast, þá kemst maður ekki hjá því að skoða matarvenjur sínar ofan í kjölinn. Það þurfi að venja líkamann við að fá of fáar hitaeiningar. „Þetta snýst um grænmeti, kjúkling og feitan fisk. Þetta snýst um að neyta þess sem færir líkamanum meiri orku,“ sagði hann.

Hreyfing – Síðasta atriðið er hreyfing. Hann sagði að það sama gildi hér og með mataræðið, það þarf að byrja hægt og rólega þannig að hreyfingin verði viðráðanleg og maður gefist ekki upp. Það sé hægt að fara í fleiri göngutúra, byrja að stunda einhverja íþrótt eða skella sér í líkamsræktarstöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera