fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Afhjúpa hrottalegt morð-bókhald sem fannst á heimili Rex og Ásu Guðbjargar – Rex nú ákærður fyrir sex morð og þar af eitt ótengt Gilgo-ströndinni

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir tvö morð til viðbótar. Ákæran byggir á hrottalegum skjölum sem fundust á hörðum disk á heimili Heuermann.

Heuermann hefur nú verið tengdur við morð Sandra Costilla árið 1992 og morðið á Jessicu Taylor árið 2003. Mun ákæran að hluta byggja á erfðaefni sem fannst á líkamsleifum beggja. Um er að ræða hár úr karlmanni. Ákæruvaldið afhjúpaði einnig að á hörðum disk í eigu Heuermann hafi rannsakendur fundið ógnvekjandi skjal sem Heuermann er talinn hafa haldið til að áforma voðaverk sín. Þar mátti finna glósur um staði þar sem talið er að hann hafi losað sig við lík fórnarlamba sinna sem og vangaveltur um hvaða staðsetningar gætu hentað í framtíðinni. Eins var þar listi yfir hluti sem hann notaði til að reyna að fela slóð sína. Þetta var skipulegt skjal þar sem hann greindi áskoranir, eftirmála og hvernig gott væri að undirbúa líkin áður hann losaði sig við þau.

Úr ákæruskjali

Hrottalegt bókhald

Saksóknari las upp skjalinu setningu þar sem Heuermann hafði punktað hjá sér að næst ætti hann að berja fórnarlamb sitt fastar. Á lista um eftirmála hafði Heuermann skrifað niður minnispunkta á borð við að næst þurfi hann að gæta þess að skipta um dekk á bifreið sinni, brenna hanska og losa sig við myndir af fórnarlömbum. Hann punktaði líka niður að næst þurfi hann að vera tilbúinn með „sögu“ sem væntanlega vísar til þess að hann ætlaði að skálda upp fjarvistarsönnun ef lögregla kæmist á slóð hans.

Um undirbúning líka hafði hann skrifað punkta á borð við að þvo líkin bæði að utan og inn í öllum „opum“. Eins að gott væri að aflima líkin, með öðrum orðum að fjarlægja hendur, höfuð og allar vísbendingar um pyntingar.

Frágangur vettvangs var viðfangsefnið í einu skjalinu en þar mátti finna vangaveltur um hvernig væri best að einangra vettvang svo að engin heyrði í fórnarlömbunum og hugleiðingar um hljóðsvist sem rannsakendur telja sterklega benda til þess að fórnarlömbin hafi verið pyntuð og myrt í kjallaranum á heimili hans.

Nýtti tímann á meðan Ása ferðaðist

Lögregla gengur enn út frá því að eiginkona Heuermann, Ása Guðbjörg Ellerup, hafi ekkert vitað. Hann hafi nýtt tímann vel þegar hún ferðaðist með börnum þeirra til að athafna sig í einrúmi og svo til að fela öll ummerki áður en fjölskylda hans sneri aftur heim.

Í sumum tilvikum var Ása stödd á Íslandi þegar meint morð áttu sér stað.

Enn eitt skjalið sem kallaðist „áskoranir“ fjallaði um möguleikann á því að upp kæmist um morðin. Þar fór hann yfir allar þær sannanir sem lögregla gæti leitað að, svo sem erfðaefni, hjólför, blóð, vitni, hár og þræðir.

Heuermann punktaði meira að segja niður hollráð handa sjálfum sér svo hann gæti notið þess betur að myrða. Svo að fá nægan svefn áður en hann myrti svo hann hefði „meiri leiktíma“ en í hann mun hafa kallað voðaverk sín leik.

Heuermann hafði líka tekið ítarlegar glósur upp úr bókinni „Mind Hunter“ eftir fyrrum rannsóknarlögreglumann FBI, John Douglas. Douglas hefur skrifað bækur sem fjallar um það hvernig lögregla hafði hendur í hári þekktra raðmorðingja.

Á raftækjum sem lögregla lagði hald á fannst mikið magn af hrottalegu klámi sem meðal annars sýndi misþyrmingu á kynfærum og brjóstum kvenna, nauðganir, kynferðislegt myndefni af líkum og pyntingar sem minna um margt á ofbeldið sem fórnarlömb Gilgo-morðanna og Sandra Costilla voru beitt.

 

Staðsetning líkanna skv. ákæruskjali

Morð ótengt Gilgo

Búkur Jessicu Taylor fannst í skóglendi í Manorville árið 2003 og útlimir hennar fundust svo tæpum áratug síðar við Gilgo-ströndina. Hins vegar fannst Sandra Costilla í skóglendi í Southampton árið 1993. Lík hennar var í heilu lagi og hafði henni verið stillt upp eins og hún væri sýningargripur. Hún hafði verið pyntuð hrottalega og var með áverka á andliti, búk, brjóstum, kynfærum og vinstra læri. Lengi var haldið að John Bittrolff, dæmdur morðingi frá Manorville, hefði banað Söndru en það var útilokað árið 2014 eftir að greining á hárum sem fundust á líkinu gáfu ekki til kynna nokkur tengsl við John eða kvenkyns fjölskyldumeðlimi hans. Hárin voru aftur greind í febrúar og mars á þessu ári og þá kom í ljós að annað hárið, úr karlmanni, tilheyrir Heuermann og hitt kom frá konu sem hann bjó með á þessum tíma, en þetta var áður en hann giftist Ásu Guðbjörgu.

Lögregla telur að Heuermann hafi aflimað Jessicu svo ekki væri hægt að bera kennsl á lík hennar. Vitni hefur gefið sig fram sem var á ferð í skóglendinu í Manorville um 13 klukkustundum áður en líkið fannst og segist hafa séð dökkan Chevrolet jeppa keyra af vettvangi. Heuermann átti á þessum tíma dökk grænan Chevrolet jeppa.

Eins og áður hefur komið fram fundust líkamsleifar 11 einstaklinga við Gilgo-ströndina á árunum 2010-2011. Nú hefur Heuermann verið ákærður fyrir að hafa myrt fimm af þessum 11 og svo einnig fyrir morðið á Söndru. Nú telja flestir liggja ljóst fyrir að Heuermann banaði líklega öllum fórnarlömbunum frá Gilgo-ströndinni, auk Söndru og þá séu sennilega enn fleiri fórnarlömb þarna úti.

Segir svo í skali sem fylgdi ákærunum í dag að lögreglumenn í rannsóknarteymi Gilgo-morðanna trúi því að áðurnefnt skjal sýni fram á hvernig Heuermann leitaði sér þekkingar um morð, gerði „heimavinnuna sína“ til að verða betri raðmorðingi. Þar megi glöggt greina að hann óttaðist að upp um hann kæmist og hvernig hann ætlaði að lágmarka þá áhættu. Skjalið er frá árinu 2002 en þar megi finna marga punkta sem komi heim og saman við það hvernig konurnar fimm, sem Heuermann er talinn hafa myrt eftir árið 2002, var banað og hvernig hann losaði sig við lík þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana