fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Segir innrásina í Normandí vera ofmetna

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 6. júní 2024 18:30

Gengið á land í Normandí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefur þess verið minnst að 80 ár eru liðin frá innrás bandamanna í Normandí á norðurströnd Frakklands, sem þá var hernumið af Þýskalandi, 6. júní 1944. Fjölmiðlar víða um heim hafa rifjað innrásina upp og þeirra sem tóku þátt í henni hefur verið minnst. Enn eru menn á lífi sem tóku þátt og hafa sumir þeirra verið viðstaddir minningarathafnir sem fram fóru í Normandí í dag. Innrásin í Normandí hefur skipað stóran sess í sögunni. Sumir áhugamenn um sögu hafa talið innrásina hafa átt einna mestan þátt í því að Þýskaland nasismans beið á endanum ósigur í síðari heimsstyrjöldinni. Þó eru einhverjir sem andmæla þessu en meðal þeirra er Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaleiðtogi, sem segir mikilvægi innrásarinnar ofmetið.

Gunnar Smári skrifar á Facebook síðu sinni:

„Af hverju er verið að halda því fram að innrásin í Normandí hafi verið fyrsta skrefið í sigri bandamanna á Þýskalandi nasismans? Fyrstu mörg hundruð skrefin í þeim sigri voru stigin af sovéska hernum. Í raun var Rauði herinn svo til búinn að sigra þýska herinn þegar innrás Vesturveldanna hófst. Ég veit að Rússar eru ekki vinsælir í dag, en það er takmörk fyrir hverju má ljúga að sjálfum sér.“

Samt stór atburður

Illugi Jökulsson,  sem mikið hefur skrifað um söguleg efni í bækur og blöð ásamt því að fjalla um slík efni í útvarpsþáttum, tekur undir með Gunnari Smára í athugasemd við færsluna. Illugi leggur þó áherslu á að samt sem áður verði innrásin í Normandí að teljast stór atburður í sögunni:

„Er nokkur að halda því fram? Það gerir að minnsta kosti enginn sem hefur raunverulega þekkingu á sögu heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar töpuðu í raun stríðinu 22. júní 1941. Innrásin í Normandý er jafn sögulegur atburður fyrir því.“

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur tekur einnig til máls í athugasemd og minnir Gunnar Smára á að Sovétríkin hafi fengið talsverða aðstoð frá Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni:

„Á árunum 1941 til 1945 sendu Bandaríkjamenn vopn og aðrar vistir til Sovétríkjanna að andvirði 11,3 milljarða dollara sem samsvarar yfir 180 milljörðum dollara ef það er reiknað til gengis í dag. Þetta var auðvitað ómetanleg aðstoð í baráttu Sovétmanna gegn innrásarher Hitlers. En líklega er þessarar aðstoðar lítið getið ef nokkuð í sögutúlkun Rússa á stríðinu.“

Fleiri taka undir með Gunnari Smára í athugasemdum og segja meðal annars sýn Íslendinga á innrásina litaða um of bandarískri söguskoðun.

Þórhallur Heimisson prestur ræddi um innrásina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann stendur fyrir hópferð á söguslóðirnar í Normandí síðar á þessu ári. Hann rifjaði upp í samtalinu bók sína Ragnarök, sem kom út fyrir áratug, þar sem hann tók fyrir þær tíu orrustur sem hann telur skipa stærstan sess í sögunni og segir þær allar hafa breytt sögu heimsins. Ein af þessum er innrásin í Normandí.

Ekki verður skorið endanlega úr um mikilvægi innrásarinnar í Normandí hér en hún er enn eitt dæmið um að sagan er endalaus uppspretta líflegra og áhugaverðra umræðna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?