fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Lögregla fjarlægði viðarklædda veggi í kjallaranum hjá Rex og Ásu – Talið að Rex verði ákærður fyrir tvö morð til viðbótar á morgun

Pressan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðillinn News12 greinir frá því að lögregla hafi fjarlægt viðarklædda veggi í kjallara á heimili meinta raðmorðingjans Rex Heuermann á Long Island. Heuermann bjó þar með eiginkonu sinni, Ásu Guðbjörgu Ellerup, og börnum þeirra, Christopher og Victoriu.

Nýlega fór að nýju fram húsleit á heimilinu, en áður hafði þar öllu verið snúið á hvolf fyrir tæpu ári síðan þegar Heuermann var fyrst handtekinn. Síðasta sumar var hann ákærður fyrir þrjú morð og í janúar var ákært í fjórða morðmálinu. Fastlega er reiknað með því að Heuermann verði ákærður fyrir fimmta morðið á morgun.

Ekki liggur fyrir hvaða morð um ræðir. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir morð fjögurra kvenna sem fundust látnar við Gilgo-ströndina við Long Island á árunum 2010-2011. Þar fundust einnig 7 önnur lík, að fullu eða að hluta.

„Ég reikna með að hvað sem þau fjarlægðu úr þessu húsi sé að minnsta kosti að hluta grundvöllur þessarar nýju ákæru,“ sagði rannsóknarblaðamaður News12.

Nýja ákæran kemur í kjölfar áðurnefndrar húsleitar en eins umfangsmikilla leitaraðgerða sem fóru fram í Manorville. Þar fundust búkar tveggja kvenna í kringum aldamótin, en útlimir þeirra fundust svo á Gilgo-ströndinni 2010-2011.

CNN greinir frá því í dag að Heuermann verði nú ákærður fyrir morð beggja kvennanna í Manorville, þær Jessica Taylor og Valerie Mack. Þar sem búkar þeirra fundust áratug áður en útlimir þeirra fundust fóru að ganga sögur um óþekktan morðingja sem fékk viðurnefnið slátrarinn í Manorville.

Valerie var 24 ára einstæð móðir sem hvarf árið 2000. Nokkrum mánuðum síðar fannst búkur hennar í skóglendi í Manorville. Jessica var tvítug þegar hún hvarf, en búkur hennar fannst árið 2003 í Manorville.

Að sögn CNN telur lögregla líklegt að Heuermann sé ábyrgur fyrir fleiri morðum og líklega hafi hann losað sig við lík á fleiri stöðum en á Gilgo-ströndinni. Lögregla lítur enn á málið sem á byrjunarstigi og er nú að kemba alla mögulega staði sem Heuermann gæti hafa athafnað sig á. Eins er verið að fara vel yfir allar tilkynningar um mannshvörf þar sem um ræðir jaðarsettar ungar konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?