fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Breskur sendiherra sviptur embætti eftir að hann miðaði byssu að starfsmanni

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 10:30

Jon Benjamin með byssuna á lofti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jon Benjamin, sem var sendiherra Bretlands í Mexíkó, var nýlega rekinn úr starfi eftir að myndband, sem sýndi hann miða byssu á starfsmann sendiráðsins fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að Benjamin hafi verið í opinberum erindagjörðum þegar hann tók upp byssu þar sem hann sat í bíl. Hann miðaði svo byssunni, sem er árásarriffill, að starfsmanni sendiráðsins.

Myndbandið var fyrst birt á samfélagsmiðlinum X. Í því sést Benjamin beina vopninu að manneskju, búið er að hylja andlit hennar. Í textanum, sem var birtur með myndbandinu, segir að Benjamin hafi dirfst að grínast á þennan hátt, þrátt fyrir að mexíkóskir eiturlyfjahringir myrði fólk daglega.

The Financial Times skýrði frá því í síðustu viku að Benjamin hefði verið vikið úr starfi í kjölfar atburðarins sem átti sér stað þegar hann heimsótti Durango og Sinaloa héruðin í apríl. Eiturlyfjarhringir eru áberandi í báðum ríkjunum.

Mexíkó á sér langa sögu um ofbeldi eiturlyfjahringja en um 30.000 manns eru myrt árlega af liðsmönnum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?