fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn ósáttur vegna vafasamra veikindavottorða – „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg athafnamaður, sem landsþekktur er fyrir fiskverslun og sölu á heitum pottum, er afar ósáttur við starfsmenn sem tryggja sér laun án vinnuframlags með því að leggja fram læknisvottorð sem lítill grundvöllur virðist fyrir.

Kristján skrifar pistil á Facebook um þetta böl atvinnurekenda:

„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR.

Hvers vegna ?

Við látum launþega vaða yfir okkur.

Við uppsögn í starfi þá fáum við oft veikindavottorð frá launþegum sem duga akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin er 2-4 mánuðir.

Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.

Þú biður um veikindavottorð til 3 mánaða og læknirinn skrifar það bara út fyrir viðkomandi, þegjandi og hljóðalaust.

Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis.

Ég hef lent í svona launþegum, OFT.

Núna á síðustu mánuðum, gerðist það, er ég sagði upp tveimur starfsmönnum.

Annar kom með vottorð 4 apríl til mín, vottorð sem á að gilda til 1 júli, sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur.

  • Sem sagt 3 mánaða vottorð.

Hversu galið er það!!

Og hverjar eru líkurnar á því tölfræðilega séð að vottorð sem gefið er út 4 apríl dugi akkúrat, fram til 1 júli, nákvæmlega uppá sama dag og síðasti vinnudagur hans ber uppá.

Hvernig í ósköpunum sér læknirinn 3 mánuði fram í tímann, uppá dag ?

Hinn kom líka með „ótímabundið vottorð“, sem ég veit ekki hvað þýðir.

En sá aðili átti bara inni 8 veikindadaga, sem ég greiddi uppí topp.

En þar sem það var ekki nóg, þá koma reglulega hótanir til mín um boð um að ljúka málinu á friðsamlegan hátt.“

Þarf að hrista upp í læknastéttinni

Kristján segir að hrista þurfi upp í læknastéttinni því allt of margir læknar gefi út marklaus veikindavottorð. Atvinnurekendur séu síðan of huglausir til að tjá sig um þennan vanda og það sé mikið böl:

„Stundum er best að þegja og segja ekki neitt.En ég bara get það ekki lengur vegna þess að mér finnst kerfið sem við erum búin að búa til ekki vera réttlátt gagnvart mér og mínum fyrirtækjum,“ segir Kristján en pistilinn í heild má lesa með því að smell á tengilinn hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði