Afar óvenjulegt veður hefur verið á landinu síðustu daga og vöknuðu íbúar á Akureyri upp við snjókomu og alhvíta jörð í morgun – þann 5. júní!
Appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða vegna fram á nótt vegna hríðarveðurs með tilheyrandi roki, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu. Á vef Veðurstofu Íslands segir til dæmis að íbúar á Norðurlandi eystra geti átt von á eftirfarandi:
„Norðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Talsverð úrkoma með köflum. Lausamunir geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk.“