fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þrír áhrifavaldar vildu borða frítt hjá Jonasi – „Ég sagði þeim bara að finna sér vinnu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. júní 2024 20:00

Jonas er ekki hrifinn af áhrifavöldum sem hringja og vilja fá að borða frítt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonas Alvarez, rekstrarstjóri á veitingastaðnum Himalayan Spice í miðborg Reykjavíkur, er orðinn þreyttur á áhrifavöldum sem vilji fá að borða frítt. Þrír piltar hafi reynt það í gærkvöld, sumir auðsjáanlega með falskan fylgjendafjölda. Reynsla Jonasar er að áhrifavaldar hafi í raun engin áhrif á gestafjölda.

„Ég er ekki að eyða neinum peningum í samfélagsmiðla. Það skiptir mig meira máli að hafa matinn og þjónustuna góða,“ segir Jonas. Hann segir suma áhrifavalda vera að reyna að misnota stöðu sína og jafn vel beita fjárkúgunum.

Svangir núna

Þrír piltar hringdu á veitingastaðinn í gærkvöldi og vildu fá að tala við „samfélagsmiðlastjórann.“ Jonas sagði þeim að það væri nú bara hann sjálfur, hann ræki þennan veitingastað með öllu sem því fylgir.

Þá sögðust þeir vilja koma, borða frítt og setja inn færslu á samfélagsmiðlum. Það er vera „í samstarfi.“

„Þeir sögðust vera svangir núna og vildu koma núna,“ segir Jonas, sem sagði þeim hins vegar að svona samninga myndi hann aldrei gera með þessum hætti, ekki í gegnum síma með engum fyrirvara.

Falskir fylgjendur

Sýndu piltarnir þrír, tveir Íslendingar og einn Kanadamaður, honum síðurnar sínar á samfélagsmiðlum. Sögðust þeir vera „ofuráhrifavaldar“, Íslendingarnir hér heima en Kanadamaðurinn á alþjóðavísu.

„Þetta var alveg fáránlegt. Sennilega eitthvað grín fyrir unglinga,“ segir Jonas. Fannst honum efnið á síðum þeirra vera bæði leiðinlegt og heimskulegt.

En hann tók einnig eftir því að fylgjendafjöldinn hjá öðrum Íslendingnum gat ekki verið réttur. 400 þúsund, fleiri fylgjendur en Íslendingar eru margir.

„Ég skoðaði þessar síður og það lítur út fyrir að séu með falska fylgjendur,“ segir Jonas. „Það er ómögulegt að allt Ísland sé að fylgjast með þessum gaurum. Sérstaklega miðað við þetta efni sem þeir bjóða upp á. Kannski hafa krakkar gaman að þessu. En þeir eru ekkert að fjalla um mat eða veitingastaði.“

Höfðu áhrifavaldarnir þrír því ekki erindi sem erfiði í þessu símtali.

„Ég sagði þeim bara að finna sér vinnu. Það er nóg að gera á veitingastaðnum og ég hef ekki tíma fyrir þrjá gaura sem vilja borða frítt,“ segir Jonas.

Áhrifalausir áhrifavaldar

Jonas segist ekki hafa neitt á móti áhrifavöldum í sjálfu sér. Hins vegar þykist hann vita að áhrif þeirra séu meira í orði en á borði og nefnir tvö dæmi því til stuðnings.

Hið fyrra er að á síðasta ári hafi Chris Booker, alþjóðlegur áhrifavaldur, á veitingastaðinn til að borða. En hann hafði á bilinu fjórar til fimm milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum.

„Ég borgaði honum ekki neitt. Hann kom án þess að gera boð á undan sér, borðaði, líkaði maturinn og skrifaði færslu á Instagram,“ segir Jonas og tekur fram að hann hafi ekki haft neitt á móti þessu. Booker væri indæll maður og þetta hafi verið flott hjá honum. „En ég fann ekki fyrir neinni breytingu á veitingastaðnum eftir það,“ segir Jonas hins vegar.

Drukku endalaust

Hitt dæmið var öllu leiðinlegra. Það er þegar Jonas var að starfa á veitingastað á hóteli í Reykjavík fyrir tveimur eða þremur árum síðan. Eigandi hótelsins vildi þá endilega fá áhrifavalda til þess að koma og auglýsa staðinn á samfélagsmiðlum.

„Ég var ekki bjartsýnn en hafði að lokum samband við nokkrar konur sem eru vinsælar á samfélagsmiðlum. Og Jésú minn. Þær drukku endalaust. Ég man að ég hugsaði að ég væri að skenkja alkóhólistum til að þær myndu setja inn færslu á Instagram. Þetta var fáránlegt,“ segir Jonas. En það sama var uppi á teningnum. „Við fundum ekki fyrir neinni breytingu í gestafjölda.“

Aðspurður segir Jonas augljóst mál að sumir áhrifavaldar séu að reyna að svindla á veitingahúsaeigendum og öðrum fyrirtækjaeigendum með boði um samstarf. Ef veitingahúsa og fyrirtækjaeigendur vilji fá áhrifavalda í samstarf sé rétt að kynna sér efni þeirra fyrir fram og hafa sjálfir samband af fyrra bragði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“