fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Drápsvöllur Baumeister – 10 þúsund brennd og mulin bein fundust á víðfeðmri landareign fjölskyldunnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á máli eins alræmdasta raðmorðingja sögunnar hefur orðið til þess að bera kennsl á tólfta fórnarlamb hans. Lögregluyfirvöld telja þó að fórnarlömb  Herberts Baumeister séu að minnsta kosti 25 talsins. 

Árið 1994 fann 15 ára gamall sonur Baumeister og eiginkonu hans Julie höfuðkúpu á landareign fjölskyldunnar Fox Hollow Farm.  Baumeister sagði höfuðkúpuna vera leifar af beinagrind sem læknirinn faðir hans hefði notað við kennslu. Þar sem Baumeister vissi ekkert hvað hann ætti að gera við beinagrindina hefði hann grafið hana á landareigninni. 

Eiginkona hans trúði sögunni, en eftir því sem tíminn leið og hegðun eiginmannsins varð undarlegri vöknuðu hjá henni grunsemdir og í júní 1996 þegar Baumeister var í burtu í fríi heimilaði hún lögreglunni að rannsaka landareign fjölskyldunnar. Á fáum dögum gróf lögreglan upp líkamsleifar að minnsta kosti ellefu karlmanna og náðist að bera kennsl á sjö þeirra.

Herbert Baumeister

Rannsókn á kaupsýslumanninum Baumeister, sem var 49 ára gamall, kvæntur þriggja barna faðir og eigandi tveggja Sav-A-Lot sparvöruverslana, hófst í kjölfarið. Yfirvöld töldu að Baumeister hefði sótt samkynhneigða bari þar sem hann kynntist fórnarlömbum sínum, tældi menn heim til sín og myrti þá. Eftir að handtökuskipun var gefin út flúði Baumgartner til Ontario og skaut sig til bana í almenningsgarði. Skildi hann eftir þriggja blaðsíðna bréf, en ekkert var þar um glæpi hans eða játningu,.

Á víðfeðmri landareign Baumeister fjölskyldunnar sem síðar hlaut viðurnefnið The Killing Field (Drápsvöllur) hafa lögreglumenn til þessa grafið upp um 10 þúsund kulnuð beinbrot. Heimilið og landareignin stendur í dag mannlaus en lögreglan hefur borið kennsl á tuttugu staði þar sem uppgröftur gæti leitt í ljós frekari líkamsleifar.

Heimili Baumeister fjölskyldunnar
Lögreglan við uppgröft

Ný rannsókn sem hófst í desember 2022 leiddi til þess að borin voru kennsl á líkamsleifar Allen Livingston, 27 ára, og Manuel Resendez, 34 ára, sem fundust í fyrstu leitinni árið 1996, en kennsl voru borin á þá í október 2023 og nú í janúar. 

Önnur staðfest fórnarlömb sem borin hafa verið kennsl á eru John Lee Bayer, 20 ára, Richard Douglas Hamilton Jr., 20 ára, Steven Spurlin Hale, 28 ára, Allen Wayne Broussard, 28 ára, Roger Allen Goodlet, 33 ára, og Michael Frederick Keirn, 45 ára. Lögreglunni hefur ekki tekist að bera kennsl á líkamsleifar þriggja einstaklinga, sem eru þó taldir karlkyns og fórnarlömb manndráps.

Lögreglan telur Baumeister einnig bera ábyrgð á hvarfi Jerry Williams-Comer 34 ára, þrátt fyrir að ekki hafi verið borin kennsl á líkamsleifar hans. Síðast sást til Williams-Comer árið 1995 í Indianapolis, en kynhneigð hans, kyn og aldur samsvarar fórnarlömbum Baumeister. 

Ugla útgáfa gaf bók árið 2022 um mál Baumeister.

CBS News greindi nýlega frá því að kennsl hafi verið borin á eitt fórnarlamb enn, Jeffrey Jones, 31 árs. Jeff Jellison, dánardómstjóri Hamilton-sýslu, segir í nýlegri tilkynningu að jarðneskar leifar sem fundust á eigninni bendi til að fórnarlömbin séu að minnsta kosti 25.

„Við vitum að við höfum á þessum tímapunkti yfir tug fórnarlamba sem fundust á Fox Hollow Farm eigninni. Þar sem margar líkamsleifarnar fundust brenndar og muldar er þessi rannsókn afar krefjandi. Hins vegar er teymi lögreglu- og réttarsérfræðinga sem vinnur að málinu einsett í að vinna áfram í að bera kennsl á fórnarlömbin.“ 

Fórnarlambið sem síðast voru borin kennsl á, Jeffrey Jones, hvarf árið 1993 í Indianapolis og fellur tímalína hvarfsins saman við hina ungu mennina sem hurfu upp úr miðjum níunda áratugnum til miðs tíunda áratugarins og þegar hafa verið borin kennsl á. Framundan er greining á fleiri DNA sýnum sem samkvæmt Jellison er enn „skilvirkasta leiðin til að við getum greint þessar líkamsleifar.“

Líkamsleifar Jones voru greindar fyrr í þessum mánuði með framförum í réttarfræðilegri erfðafræði og greiningu. Líkamsleifar Resendez voru greindar með sömu aðferð í janúar, en hann hvarf á Indianapolis svæðinu árið 1993. Á síðasta ári voru fleiri beinbrot greind sem tilheyra Livingston, sem einnig hvarf árið 1993, í Indianapolis.  Líkamsleifar hans fundust við fyrstu leit á bænum árið 1996, en voru óþekktar þar til í október 2023.

Allen Livingston
Manuel Resendez
Heimili Baumeister fjölskyldunnar, landareignin var stór og mikil

Í fyrstu rannsókninni í júní 1996 fór lögreglan um alla átta hektara landareignarinnar. Aðgerðin var umfangsmikil og ljóst að lögreglunni yfirsást eitthvað, en maður að nafni Joe LaBlanc fann bein þegar hann gekk með hundinn sinn á eigninni árið 2011, eftir að hafa leigt íbúð sem var tengd við aðalhúsið.

Joe LaBlanc

Árið 1999 var Baumeister tengdur við hvarf að minnsta kosti 16 manna sem saknað hefur verið síðan 1980 og síðar, en morðin eru talin framin af raðmorðingja sem fékk niðurnefnið I-70 Strangler, en aldrei tókst að finna út úr því hver bæri ábyrgð á morðunum. Líkum nokkurra fórnarlamba var hent í grunna læki í dreifbýli Mið-Indiana og vesturhluta Ohio.

Skrifstofa dánardómstjóra í Hamilton-sýslu biðlar til almennings að gefa sig fram ef ættingjar þeirra hurfu á þeim tíma sem Baumeister herjaði á Indianapolis með hryllingsverkum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann