fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
433Sport

Haraldur tekur við Grindavík

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 16:06

Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Grindavíkur og mun stýra félaginu út leiktíðina í Lengjudeild karla. Marko Valdimar Jankovic verður aðstoðarmaður hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins en Haraldur tekur við af Brynjarni Birni Gunnarssyni, sem var látinn fara á dögunum.

Meira
Brynjar Björn rekinn frá Grindavík – „Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér“

Haraldur Árni var aðstoðarþjálfari hjá ÍA á síðustu leiktíð en hann ásamt Jóni Þór Haukssyni stýrðu ÍA til sigurs í Lengjudeildinni. Þar áður var hann aðstoðarmaður hjá Val þegar Heimir Guðjónsson stýrði félaginu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum inn Harald sem nýjan þjálfara Grindavíkur. Við teljum að Haraldur og Marko munu koma af miklum krafti inn í starfið hjá okkur og væntum við mikils af samstarfinu,“ segir Haukur Guðberg Hauksson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Tilkynning Grindavíkur
Haraldur Árni nýr þjálfari Grindavíkur

Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Grindavíkur og mun stýra félaginu út leiktíðina í Lengjudeild karla.
Marko Valdimar Jankovic mun starfa með Haraldi Árna sem aðstoðarþjálfari.

Haraldur Árni var aðstoðarþjálfari hjá ÍA á síðustu leiktíð en hann ásamt Jóni Þór Haukssyni stýrðu ÍA til sigurs í Lengjudeildinni. Þar áður var hann aðstoðarmaður hjá Val þegar Heimir Guðjónsson stýrði félaginu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.

Haraldur er með KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Elite Youth A gráðu.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum inn Harald sem nýjan þjálfara Grindavíkur. Við teljum að Haraldur og Marko munu koma af miklum krafti inn í starfið hjá okkur og væntum við mikils af samstarfinu,“ segir Haukur Guðberg Hauksson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Harald Árna velkominn til starfa hjá félaginu. Jafnframt vill félagið þakka Brynjari Birni Gunnarssyni og Orra Frey Hjaltalín fyrir sín störf við þjálfun meistaraflokks karlaliðs Grindavíkur.

Áfram Grindavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Í gær

Orri Steinn mættur upp í vél og er á leið til Spánar að skrifa undir

Orri Steinn mættur upp í vél og er á leið til Spánar að skrifa undir
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu Neto

Arsenal staðfestir komu Neto