fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Landsliðið kemur saman í London í dag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 17:00

GEtty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A-landslið karla kemur saman í London í dag til að undirbúa sig fyrir tvö krefjandi verkefni. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum 7. júní og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam 10. júní. Báðir mótherjar Íslands eru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar og eru leikirnir hluti af lokaundirbúningi þeirra fyrir mótið.

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Fjórtán sinnum áður hafa Ísland og Holland mæst í A landsliðum karla, þar af voru tveir leikir í undankeppni ÓL 1988. Ísland hefur unnið tvo sigra og eru það einmitt síðustu tvær viðureignir liðanna – báðir leikir í undankeppni EM 2016. Tvisvar hafa liðin skilið jöfn og Hollendingar hafa unnið 10 sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“
433Sport
Í gær

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld
433Sport
Í gær

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM