fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Afhjúpa niðurstöður könnunarinnar sem var ákveðið að birta ekki á kjördag – „Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktískt“

Eyjan
Mánudaginn 3. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maskína óskar Höllu Tómasdóttur hjartanlega til hamingju með glæsilega kosningu. Það sé ljóst að kannanir Maskínu hafi sýnt mjög vel niðurstöðuna sem birtist á kjördag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt er greint frá nýjustu könnuninni sem ákveðið var að birta ekki á kjördag.

„Maskína gerði 9 kannanir fyrir kosningar á tímabilinu frá 8. apríl til 31. maí. Söfnun svara lauk að kvöldi 31. maí, kvöldi fyrir kjördag, og var því tekin ákvörðun um að birta þær niðurstöður ekki þar sem ekki þótti við hæfi að birta niðurstöður á kjördag, þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Íslandi.“

Samkvæmt þessari könnun bældist Halla Tómasdóttir með mikla yfirburði eða 30 prósent á meðan Katrín Jakobsdóttir mældist með 23 prósent. Næst kom Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent, þá Baldur Þórhallsson með 12 prósent og Jón Gnarr með 10 prósent.

Maskína bendir á að í fyrstu 5 könnunum fyrirtækisins mældist Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, með aðeins 4-7 prósent fylgi. Fylgi hennar reis þó hratt eftir því sem leið á baráttuna. Frá 8.  maí og fram að síðustu könnun, degi fyrir kjördag, hækkaði fylgi Höllu Tómasdóttur um 25 prósentustig og mældist 30,2 prósent kvöldið fyrir kjördag.

Fylgi Katrínar Jakobsdóttir var mest í byrjun eða um þriðjungur atkvæða. Það dróst þó fljótlega nokkuð saman og mældist svo á bilinu 24-27 prósent allan maí.

Halla Hrund byrjaði hægt en reis hátt og mældist mest með um 30 prósent fylgi. Fylgi hennar fór þó að að dala þegar leið að kosningum og mældist hún með 18 prósent í síðustu könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson var með tæplega 27 prósent í fyrstu könnun en fylgið dalaði hægt og sígandi. Jón Gnarr hafði í fyrstu tveimur könnunum nálægt fimmtungs fylgi sem lækkaði fljótlega í 10-12 prósent.

„Það er vert að minna á að kannanir eru ekki kosningaspá. Þær sýna stöðuna eins og hún er þegar þær eru gerðar. Það er því trú Maskínu að daginn fyrir kosningar hafi staða frambjóðenda verið eins og gögn frá 31. maí sýna.

Víða erlendis eru tvær umferðir í forsetakosningum, hér höfum við einungis eina umferð. Maskína spurði því einnig hvort fólk myndi kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60% svarenda hefðu valið annað hvort Katrínu eða Höllu T. Þessi hópur var fjórum sinnum líklegri til að kjósa Höllu T. en Katrínu ef þeir myndu kjósa taktískt. Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktískt og það skýri meira fylgi Höllu og Katrínar í kosningunum sjálfum og minna fylgi Baldurs og Höllu Hrundar en kjósendur Jóns Gnarr virðast síður hafa kosið taktískt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu