fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

„Ég held að ýmsir stuðningsmenn Samfylkingarinnar hafi verið pirraðir út í hana“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þó Katrín Jakobsdóttir hafi átt dyggan hóp stuðningsmanna hafi hann ekki verið nægjanlega stór.

„Hefði hún haft öruggara forskot hefði að mínu mati ekki komið til þessa sambræðings gegn henni á lokametrum kosningabaráttunnar,“ segir hún í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem forsetakosningarnar um helgina eru gerðar upp.

Stefanía segir að svo virðist sem ákveðinn hópur kjósenda hafi ákveðið að kjósa taktískt til að Katrín ynni ekki kosningarnar. Bendir hún á að Halla hafi á lokametrum baráttunnar verið komin í góða stöðu og nærri jöfn Katrínu. „Það auðveldaði ýmsum, sem kannski hefðu ætlað að kjósa Höllu Hrund eða Baldur, að kjósa frekar Höllu Tómasdóttur, af því að þeir vildu tryggja að Katrín ynni ekki og skildu þar með sína frambjóðendur eftir með sárt ennið,“ segir hún.

Margir töldu að Katrín myndi hafa sigur, sérstaklega í ljósi þess að hún naut stuðnings úr öðrum flokkum, Sjálfstæðisflokknum einna helst. En það dugði ekki til og segir Stefanía að ýmsar ástæður geti legið þar að baki.

„Ég held að ýmsir stuðningsmenn Samfylkingarinnar hafi verið pirraðir út í hana fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Síðan held ég að töluvert sé til í þeirri kenningu að sumt fólk telji að forsetinn eigi að vera mótvægi við ríkisstjórnina, þ.e. eigi ekki að vera í sama liði og hún. Síðan held ég að einhverjum hafi mislíkað hvað hún hætti skyndilega og fara úr því að vera forsætisráðherra yfir í forsetaembættið, þótt það of mikill metnaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“
Fréttir
Í gær

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“