fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Hannes segir kosningarnar hafa sýnt hversu hlægilegir vinstri menn eru

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 08:00

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir eitt af því sem kom í ljós forsetakjörinu um liðna helgi sé hversu hlægilegir – en ekki skemmtilegir – vinstri menn eru.

Eins og alþjóð veit var Halla Tómasdóttir kjörin forseti með nokkrum yfirburðum og fékk hún 34,15% fylgi á meðan Katrín Jakobsdóttir fékk 25,19% fylgi. Halla Hrund Logadóttir fékk svo 15,68% fylgi.

Hannes, sem hefur lengi verið virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðu hér á landi, segir í fyrsta lagi um vinstri menn:

„Þeir telja sér trú um, að þeir hafi ráðið úrslitum með því að kjósa Höllu Tómasdóttur, en ekki Katrínu Jakobsdóttur, þótt allar líkur standi til þess, að í hæsta lagi 6% hafi gert það, enda hafði Halla fengið nær 28% atkvæða þegar árið 2016; hún átti að minnsta kosti það inni.

Og í öðru lagi segir hann:

„Þeir þeirra, sem þó gerðu þetta, ákváðu að kjósa auðuga kaupsýslukonu, sem býr að mestu leyti í Bandaríkjunum, á Bessastaði, fyrrverandi varafulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans (þar sem ég sat með henni), í stað Katrínar, svo mikið var hatrið á Katrínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“
Fréttir
Í gær

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“