fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Kona slasaðist á Sjómannadeginum í Hafnarfirði – Fékk landgang Herjólfs yfir fótinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 16:30

Fólk hélt að Herjólfur væri hluti af dagskránni við Hafnarfjarðarhöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slys varð um tvöleytið í dag þegar landgangur Herjólfs fór yfir ristina á ungri konu við Hafnarfjarðarhöfn. Flytja þurfti hana með sjúkrabíl í burtu. Lögreglan segir málið í rannsókn.

Rúllaði yfir ristina

Sigurður Holm Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur, greinir frá slysinu á samfélagsmiðlum. Sakar hann skipuleggjendur hátíðarinnar, sem auglýst er hjá Hafnafjarðarbæ, um að sinna ekki öryggisskyldu sinni.

„Skipuleggjendur sjómannadagsins í Hafnarfirði með allt niðrum sig. Fólki var boðið að skoða Herjólf. Löng röð við bryggjuna og ekki nokkur maður að fylgjast með. Landgangurinn rúllaði fram og til baka í veðrinu,“ segir Sigurður. „Ung kona sem beið eftir að komast í skipið varð undir landganginum sem rúllaði yfir ristina á henni. Þrátt fyrir öskur var enginn til að bregðast við. Það var enginn að fylgjast með.“

Sigurður og nokkur önnur vitni að slysinu hlupu til og komu til aðstoðar. Sumir fóru og fundu sjúkrabíl á meðan aðrir hlúðu að konunni.

Sigurður Holm var á meðal þeirra sem kom konunni til aðstoðar.

„Allan tímann var engan að sjá sem var á vaktinni. Enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði sjáanlegur. Langur tími leið þar til lögregla kom og á meðan var enginn, nema nokkrir óbreyttir borgarar, að fylgjast með og vara aðra við stórhættulegum landganginum,“ segir Sigurður.

Var konan loks flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar. Sigurður segir skipulagið ekki til fyrirmyndar og öryggi hafi ekki verið tryggt.

Ekki hluti af dagskránni

Lögreglan hafði einnig aðkomu að málinu. „Lögregla fór á staðinn og athugað hvort það væri nægilega vel gengið frá,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni.

Ásgeir segir hins vegar að ekki hafi verið nein hátíðardagskrá um borð í Herjólfi.

„Fyrir misskilning fór fólk að streyma um borð,“ segir hann. „Þarna var komið talsvert af fólki um borð í skip sem var ekki hluti af hátíðardagskránni. Það var talsvert af fólki á landganginum sem er á rúllum og rúllar eftir hreyfingu skipsins. Ung kona fékk rúlluna upp á ristina þar sem hún stóð við hann. Þetta eru talsvert þyngsli þannig að hún þurfti að fara upp á slysadeild.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!