Mason Greenwood framherji Manchester United á ár eftir af samningi sínum við félagið en nú skoðar félagið að framlengja samning hans.
Þannig er félagið með ákvæði í samningi hans um að framlengja hann um eitt ár.
Þetta ætlar félagið að gera samkvæmt enskum blöðum til að vera í sterkari stöðu til að selja Greenwood í sumar.
Atletico Madrid, Barcelona, Juventus og fleiri lið skoða það að kaupa hann í sumar.
Greenwood hefur risið upp á þessu tímabili á láni hjá Getafe og hefur náð að sanna ágæti sitt innan vallar eftir mjög erfið mál utan vallar sem er ástæða þess að United spilar honum ekki.