Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.
Í fyrsta þættinum fáum við að sjá Fanneyju Ingu Birkisdóttir markmann Vals undirbúa sig fyrir leik Breiðabliks og Vals sem fór fram fyrir viku.
Þar kemur margt áhugavert fram.