Samtökin Ísland-Palestína stóðu fyrir mótmælum í morgun þar sem kom til átaka. Að sögn Vísis var piparúða beitt gegn mótmælendum og fengu 40 þeirra piparúðann yfir sig og eru 10 sagðir illa haldnir. Eins mun ráðherrabíl hafa verið ekið á lögreglumann sem slasaðist.
Lögregla segir að mótmælendur hafi ekki fylgt fyrirmælum en vísir ræddi við mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, sem sagði að eftir að ráðherrar höfðu lokið fundi sínum í morgun hafi bílar komið að sækja þau. Þá hafi mótmælendur lagt í götuna til að stöðva eða tefja komu bílanna. Þá beitti lögreglan piparúða.
„Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan“
Mótmælin fór fram á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Lögregla segist hafa reynt að grípa til eins lítillar valdbeitingar og mögulegt var, en gerðu þó það sem þurfti. Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður var fluttur á slysadeild eftir að ráðherrabíl var ekið utan í hann.
Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við mbl.is að mótmælin hafi í dag gengið of langt og ástandiði ekki verið eðlilegt. Morgunblaðið birti yfirfarandi myndband: