Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football segir að KR sé að reyna að sannfæra Óskar Hrafn Þorvaldsson um að koma til starfa.
Félagið er samkvæmt Hjörvari að reyna að fá Óskar sem yfirmann knattspyrnumála. Þjálfarinn sagði upp hjá Haugesund á dögunum eftir stutt stopp í Noregi.
Páll Kristjánsson formaður KR setti öll eggin í þá körfu að ráða Óskar sem þjálfara síðasta haust en hann stökk þá til Noregs.
KR réð Gregg Ryder sem þjálfara en sá enski hefur ekki farið vel af stað í starfi. „Ég ætla að vanda mig núna, það er hávær orðrómur um það í Vesturbænum að Óskar Hrafn taki við sem yfirmaður knattspyrnumála,“ sagði Hjörvar.
„Þetta kemur frá fólki sem er ekki að leika sér að svona fréttum.“
Ágúst Þór Ágústsson goðsögn úr Fjölni tók þá til máls. „Ef að KR að spá í að taka Óskar inn í klúbbinn, af hverju ráða þeir hann ekki sem þjálfara meistaraflokks karla? Mér sýnist ekki veita af því,“ sagði Ágúst.