fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Óhugnaður í Mannheim í morgun

Pressan
Föstudaginn 31. maí 2024 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður vopnaður hnífi réðst að vegfarendum og lögreglumanni á samkomu sem haldin var í Mannheim í Þýskalandi í morgun. Var viðburðurinn í beinni útsendingu á YouTube þegar atvikið varð.

Árásin átti sér stað á útifundi sem samtökin The Citizens’ Movement Pax Europa (þ. Bürgerbewegung Pax Europa, BPE) stóðu fyrir en umrædd samtök berjast gegn íslamsvæðingu í Evrópu. Varð atvikið þegar einn af skipuleggjendunum, Michael Stuerzenberger, hélt erindi á fundinum.

Á myndbandi sést þegar svartklæddur maður ræðst að manni, Stuerzenberger að talið er, með hníf og reynir að stinga hann.

Aðrir vegfarendur reyndu að koma honum til bjargar en árásarmanninum tókst að rífa sig lausan og ráðast aftur að Stuerzenberger. Hann réðst svo aftan að lögregluþjóni með hníf rétt áður en hann var skotinn af lögreglumönnum sem komu á vettvang.

Ekki eru komnar upplýsingar um slys á fólki eftir uppákomuna í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast