fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Bandbrjálaðir stuðningsmenn Trump kalla eftir uppþoti, byltingu og ofbeldisfullum hefndum fyrir fordæmalausa dóminn

Pressan
Föstudaginn 31. maí 2024 10:48

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn fyrrum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, eru brjálaðir eftir að Trump var í gær sakfelldur 34 ákæruliðum í máli sem varðaði þöggunargreiðslur hans til fyrrum klámstjörnunnar Stormy Daniels. Kalla stuðningsmenn eftir borgaralegri óhlýðni, óeirða og hefnda.

Gærdagurinn var sögulegur þar sem Trump var fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem er sakfelldur fyrir glæp. Stuðningsmenn brugðust ókvæða við og hafa á stuðningssíðum, samfélagsmiðlum og víðar kallað eftir ofbeldisfullum hefndum. Miðillinn Reuters hefur fylgst með viðbrögðunum á þremur síðum sem tengjast Trump og stuðningsmönnum, samfélagsmiðli Trump sem nefndist Truth Social og svo vefsíðurnar Patriots Win og Gateway Pundit.

Jafnvel er kallað eftir því að meðlimir kviðdómsins sem sakfelldu Trump verði beittir ofbeldi, að dómarinn verði tekinn af lífi og jafnvel er kallað eftir borgarastyrjöld og vopnaðri uppreisn.

„Einhver í New York sem hefur engu að tapa þarf að koma Mechan fyrir kattarnef,“ skrifaði einn, en dómarinn í málinu heitir Juan Merchan. „Vonandi mætir hann ólöglegum innflytjendum með sveðju“.

„Tími kominn til að skjóta nokkra vinstri menn,“ skrifaði annar. „Þessu verður ekki reddað með því að bara kjósa“.

Trump heldur því fram að réttarhöldin hafi ekkert með meint brot hans að gera heldur sé þetta útspil sitjandi forseta, Joe Biden, sem ætli að koma í veg fyrir að Trump verði endurkjörinn í nóvember. Trump hefur sakað dómarann í málinu og saksóknara um að vera spillt verkfæri Biden sem ætli sér að rústa forsetaframboði hans.

„Þetta er fásinna, þetta voru fyrirfram ákveðin réttarhöld með hlutlægum dómara sem er spilltur,“ sagði Trump við fjölmiðla eftir að dómurinn var lesinn upp. Hann hélt þessum ásökunum áfram á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi og í nótt þar sem hann sagði dómarann hlutlægan og kviðdóm ósanngjarnan.

Stuðningsmenn Trump segja dóminn sanna að bandarísk stjórnvöld séu komin niður í ræsið og aðeins ofbeldisfullar aðgerðir geti bjargað landinu.

„Milljón vopnaðir karlmenn þurfa að fara til Washington og hengja alla. Það er eina lausnin,“ skrifaði einn á netinu. Annar bætti við: „Trump ætti nú þegar að vita að hann er með heilan her sem er tilbúinn að berjast og deyja fyrir hann bara ef hann biður um það. Ég gríp til vopna ef hann biður mig um það.“

Nánar má lesa um málið hjá Reuters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið