fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Eiríkur Ingi upplifði annað áfall ári eftir slysið – „Það tók virkilega á“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 12:30

Eiríkur Ingi. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Ingi Jóhannsson er í framboði til forseta Íslands á morgun. Eiríkur er í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar þar sem einnig er rætt við Arnar Þór Jónsson, Helgu Þórisdóttur, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Viktor Traustason og Ástþór Magnússon.

Eiríkur Ingi komst lífs af úr skelfilegu sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar 2012 þegar Hallgrímur SI-77 sökk. Eiríkur var í sjónum í fjórar klukkustundir áður en honum var bjargað.

Hann ræddi slysið í eftirminnilegu viðtali við RÚV á sínum tíma.

Eiríkur segir að oft sé það þannig að hvert áfallið rekur annað.

„Þú verður að vinna úr áföllunum. Ef þú vinnur ekki almennilega úr þeim, þá ertu ekki tilbúinn fyrir það næsta. Það kemur alltaf annað. Það er bara svoleiðis.“

Eiríkur segist í viðtalinu hafa upplifað erfið ár eftir slysið en ákveðið að leggjast ekki í volæði. Aðeins ári eftir slysið gekk hann í gegnum erfiðan skilnað.

„Það tók virkilega á. En ef maður féll ekki saman þá, þá er maður ekki að fara að falla saman í framtíðinni,“ segir hann og bætir við að erfitt hafi verið að kveðja hugmyndina um þá föstu fjölskyldumynd sem hann átti í huganum.

Í viðtalinu segist Eiríkur ekki vera lífhræddur en hann ætlar sér að verða 130 ára.

„Ég vona að ég læri þangað til ég dey. Ég er með stórar uppfinningar í hausnum sem ég þarf að klára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir