Samkvæmt Mork Ogden blaðamanni hjá ESPN er Manchester United að skoða það að fá Jadon Sancho aftur til baka og spila honum.
Framtíð Sancho er í óvissu en hann á ennþá eftir tvö ár af samningi sínum við United. Einbeiting Sancho er þó á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann er í láni hjá Borussia Dortmund.
Dortmund mætir Real Madrid á laugardag á Wembley en Sancho hefur svo sannarlega sannað ágæti sitt síðustu vikur.
Sancho lenti í stríði við Erik ten Hag stjóra Manchester United síðasta haust og var bannað að æfa með aðalliði liðsins.
Ten Hag sagði þá að Sancho hefði verið latur á æfingum og leikmaðurinn svaraði fyrir sig opinberlega og sagði þjálfarann ljúga. Sancho neitaði að biðjast afsökunar vegna þess.
Ogden segir að United hafi fundað með Sancho til að halda því opnu að hann mæti aftur til Ten Hag.
🔴📰 | #mufc have not yet given up on Jadon Sancho. To underline their commitment to him, John Murtough and Matt Hargreaves visited him back in March to maintain contact and gauge his progress in Germany. [@MarkOgden_] pic.twitter.com/iHEG0Vmy2e
— UtdDistrict (@UtdDistrict) May 31, 2024