Í nótt voru viðbragðsaðilar við leit en hún bar ekki árangur. Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra verður leitað áfram í dag og hefur verið óskað liðsinnis björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu til að bætast í leitarhópinn.
Að sögn lögreglu eru aðstæður á vettvangi erfiðar. Árin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Lögregla mun veita frekar upplýsingar um framgang leitarinnar í dag.
Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.