Antoine Griezmann er fáanlegur ansi ódýrt í sumar, vilji eitthvað félag nýta sér það. Þetta kemur fram í miðlum í heimalandi hans, Frakklandi.
Hinn 33 ára gamli Griezmann átti stórgott tímabil með Atletico Madrid, skoraði 16 mörk og lagði upp 6. Hefur kappinn komið ferli sínum vel af stað á ný eftir erfið ár hjá Barcelona.
Samningur Griezmann við Atletico gildir til 2026 en hann er með klásúlu upp á aðeins 15 milljónir evra í samningi sínum.
Þetta gætu félög nýtt sér, en það er talið að áhugi sé á Griezmann í ensku úrvalsdeildinni, MLS-deildinni og Sádi-Arabíu.