fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Illugi íhugaði að breyta atkvæði sínu – Rak í rogastans þegar hann sá einn frambjóðandann í fyrsta sinn í sjónvarpinu

Eyjan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson er staddur í Kaupmannahöfn og fyrir viku síðan greiddi hann atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum. Nú stendur hann frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort hann láti atkvæðið sitt standa, eða skipti um hest og kjósi einhvern annan. Hann skrifar um málið hjá Heimildinni þar sem hann fer yfir þá valkosti sem honum standa til boða.

Hann segist vel geta hugsað sér að kjósa Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, þó hún sé ekki að mælast með mikinn stuðning í könnunum. „En vá hvað það er miklu meira púður í henni en flestum hinna! Eldhjarta og eldmóður.“

Jóni Gnarr vantar svolítinn sannfæringamátt að mati Illuga þó hér sé vissulega skemmtilegur frambjóðandi á ferðinni.

Ekki Katrínu sem hefur valdaklíkuna á bak við sig

Illugi er þó afdráttarlaus þegar hann víkur sér að Katrínu Jakobsdóttur.

„Katrínu Jakobsdóttur ætla ég ekki að kjósa. Burtséð frá áliti mínu á hennar ferli sem forsætisráherra, þá finnst mér hreinlega og einlæglega að embætti forseta eigi ekki að skipta manneskja sem er varla enn búin að leggja frá sér margvíslegar og þungar byrðar af stjórnmálaferli við hin allra æðstu völd.“

Illugi segir að Katrín eigi „við þann djöful að draga“ að þó stuðningsmenn hennar komi úr öllum áttum og stéttum þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að öflugasti valdahópur landsins í stjórnmálum og peningum sé að styðja hana með ráðum og dáð.

„Það var bara eins og punkturinn yfir það i þegar Kristján Þór Júlíusson Samherjaráðherra birtist með henni skælbrosandi að grilla pylsur á Akureyri.

Það kann að virðast óréttlátt að láta Katrínu gjalda stuðningsmanna sinna, en hún hefur látið sér þennan stuðning valdaklíkunnar vel líka og þá er það bara svoleiðis.“

Vissulega sé Katrín með hæfileika og reynslu en það séu aðrir frambjóðendur líka. Illugi minnist þess þegar þjóðin valdi Kristján Eldjárn sem forseti fremur en Gunnar Thoroddsen. Gunnar hafði meiri hæfileika og reynslu en Kristján en samt var hann ekki kosinn.

„Vegna þessa að Gunnar Thoroddsen var þrátt fyrir alla sína hæfileika í huga þjóðarinnar of tengdur valdaklíkunni sem þá réði. Þjóðin vildi þá forseta óháðan valdastéttinni.“

Illugi segir Baldur Þórhallsson hafa. komið skemmtilega á óvart. Hann komi fram af heiðarleika og röggsemi. Halla Tómasdóttir hafi líka komið á óvart og sagt ýmislegt sem Illuga hefur fallið í geð.

Rak í rogastans

Loks er það Halla Hrund Logadóttir. Hana hefur Illugi þegar kosið. Eftir að hafa lagt mat á aðra frambjóðendur ætlar Illugi að halda sig við Höllu Hrund.

„Ég held að við þurfum á að halda forseta sem er ekki með neinn farangur úr hruninu og öllum hinum þreytandi róstum eftir það. Það er orðið tímabært og ég ímynda mér að Halla Hrund geti sem forseti átt þátt í að losa okkur úr þeim leiðinda álögum.“

Hann segist fyrst hafa tekið eftir Höllu Hrund þegar hún varð orkumálastjóri og hann hafi rekið í rogastans þegar hún birtist í viðtölum í sjónvarpinu. Hún tali mannamál, alþýðumál, og tali máli fólksins fremur en stofnana og valdaklíku.

„Og ég man að ég hugsaði með mér: Hvað skyldu þeir verða lengi að berja hana þessa niður?

En hún hélt sjó og er nú komin í forsetaframboð. Sú hefur þá bein í nefinu. Hún er greinilega ekki sú allra sleipasta í kappræðum, en þarf forseti endilega að vera ofsalega sleipur í kappræðum?

Ég held ekki og ég hallast að því að Halla Hrund geti alveg orðið sá forseti sem við þurfum helst á að halda á nýjum tímum frekar en að við þurfum einhvern sem kann öll hin gömlu handtök, hin gömlu orð.

Ég tek allavega sénsinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben