Landsmenn höfðu ýmislegt um kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld og tjáðu sig á X (áður Twitter) undir myllumerkinu #forseti24. Þar má sjá að fólki var sérstaklega miður sín eftir að þáttastjórnandi, Heimir Már Pétursson, hélt því fram að það væru súrar gúrkur í Gunnars majónesi. Spurningin var borin upp við frambjóðendur hvort það væru egg í majónesi. Heimir sagði í framhaldinu að það væru egg í öllu majónesi nema því sem er fyrir grænkera. Svo komu ummælinu umdeildu.
„Það eru egg í öllu majonesi. Nema bara fyrir vegan fólk. Og súrar gúrkur. Til að fá bragð af.“
Áður en óvinir súrra gúrkna rjúka með birgðir sínar á næsta ruslahaug er gott að taka fram að það eru vissulega engar gúrkur í majonesinu frá Gunnars.
Repjuolía, eggjarauður, vatn, krydd, sinnepsduft, edik, sykur og salt, svo einhver rotvarnarefni – ekki súrar gúrkur í majones, Heimir Már minn kæri.
— Ragnar Pall Olafsson (@rpolafsson) May 30, 2024
#forseti24 súrar gúrkur Heimir? Þetta er lögreglumál. Nú gleymdi ég hvað ég var búin að ákveða að kjósa.
— Agusta Sigurbjornsdottir (@AgustaSigurbjo1) May 30, 2024
Það eru EKKI súrar gúrkur í GUNNARS majónesi skv. innihaldslýsingu á dollunni inni í kæliskáp hér á Álftanesinu #forseti24
— Gunnar Wiencke (@WienckeGunnar) May 30, 2024
Það eru ekki súrar gúrkur í majonesi – Heimir, common! #forseti24
— LæknirinníEldhúsinu (@Doctorinkitchen) May 30, 2024
Það eru ekki súrar gúrkur í majónesi! #forseti24
— Berglind Ósk (@Berglind_Osk) May 30, 2024