fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Telur að Biden taktík Trump geti haft neikvæð áhrif á framboð Trump

Eyjan
Föstudaginn 31. maí 2024 07:00

Trump og Biden takast á um forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um forsetaembættið í Bandaríkjunum, hafa fallist á að mætast í tvennum sjónvarpskappræðum. Óhætt er að segja að hiti sé farinn að færast í leikinn því orðræða frambjóðendanna harðnar nánast með hverjum deginum. En að mati sérfræðings þá virðist Trump ekki hafa lært af mistökunum sem hann gerði 2020 í aðdraganda sjónvarpskappræðna hans og Biden.

Trump dró ekki af sér þegar hann samþykkti að mæta Biden í kappræðum og skrifaði á Social Truth, sem er samfélagsmiðillinn sem hann á, að Biden sé „versti ræðumaðurinn sem ég hef nokkru sinni tekist á við“. „Hann getur ekki sett tvær setningar saman,“ skrifaði hann einnig.

Ummæli af þessu tagi frá Trump þurfa svo sem ekki að koma neinum á óvart, þetta eru týpísk Trump-ummæli en þau eru ekki sérstaklega snjöll að mati Mirco ReimerElster, sem er sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna.

Þegar hann ræddi þetta í umræðuþættinum „Kampen om USA“ á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 News sagði hann að Trump hafi í sífellu gert þau mistök að gera lítið úr Biden, talað hann niður í jörðina og þar með lækkað það viðmið sem áhorfendur setja sér um frammistöðu Biden.

Hann sagðist telja að endurtekin ummæli Trump um að Biden geti varla komið einni samhangandi setningu út úr sér, geti að lokum hjálpað Biden. „Ef þú segir: „Ég mæti afa, sem er andlega séð úti að aka“ og það muni koma á óvart ef honum tekst að komast upp á sviðið af sjálfsdáðum, þá ertu búinn að lækka væntingarnar til kappræðnanna mjög mikið,“ sagði ReimerElster.

Hann sagði þetta hugsanlega vera góð gjöf til Biden því margir Bandaríkjamenn muni horfa á kappræðurnar í þeirri trú að Biden geti ekki staðið sig vel í þeim. Þeir geti síðan orðið mjög hissa ef honum tekst að komast vel í gegnum tveggja klukkustunda kappræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla