fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Myrti meðleigjanda sinn – Líkamshlutarnir fundust á þremur stöðum

Pressan
Föstudaginn 31. maí 2024 04:31

David Hittinger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Moser var nýlega handtekinn grunaður um að hafa myrt meðleigjanda sinn, hinn 37 ára David Hittinger. Lík hans fannst sundurhlutað á þremur stöðum í Pennsylvania í Bandaríkjunum.

CBS segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi líkamshlutarnir fundist við gönguleið, kirkjugarð og námu í Slatington.

Gavin Holihan, saksóknari í Lehigh County, sagði á fréttamannafundi að sumir líkamshlutarnir hefðu verið í ruslatunnum við Fairview kirkjugarðinn í Slatington. Aðrir hefðu fundist við D&L gönguleiðina og í námu nærri Welshtown Road.

Lögreglan hóf leit að Hittinger eftir að vinur hans tilkynnti ríkislögreglunni að hann væri horfinn. Ekkert hafði heyrst frá honum í „óvenjulega“ langan tíma að sögn vinarins.

Leit lögreglunnar hófst síðdegis þann 13. maí en vinir hans höfðu hvorki séð hann né heyrt frá honum í tvo sólarhringa.

Rannsókn lögreglunnar leiddi lögregluna að heimili Hittinger og meðleigjanda hans, Moser, en Hittinger var nýfluttur inn til hans.

Lögreglan fékk húsleitarheimild og fann þar ýmis sönnunargögn, þar á meðal hár og mikið magn af blóði. Þetta tengdi Moser, sem er 33 ára, við málið. Auk þess fannst meðal annars sög og blóðugur fatnaður.

Lögreglan segir að greinilegt hafi verið að breytingar hafi verið gerðar „í skyndi“ í kjallaranum til að reyna að leyna blóðinu.

Moser játaði síðan að hafa myrt Hittinger með því að kyrkja hann og berja með hamri í höfuðið. Þetta gerði hann í kjallaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi