fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Börn og ungmenni funduðu með bæjarstjórn – Vilja styttri skóladag, fleiri vettvangsferðir, bætta vellíðan og meiri flokkun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn og ungmenni funduðu með bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudaginn og kynntu fyrir bæjarfulltrúum tillögur sínar að betra skólastarfi.

Þangað voru mættir fulltrúar grunnskólabarna, sem eru kallaðir barnaþingmenn, með sjö tillögur sem eru afrakstur skólaþinga í grunnskólum bæjarins og Barnaþings sem var haldið í mars. Barnaþing vann úr tillögunum og setti í umsögn og kosningu meðal barna bæjarins. Eins mættu fulltrúar ungmennaráðs með fjórar tillögur sem voru afrakstur ungmennaþings.

Þrjár tillögur barnaþingmanna, sem nutu mestrar hylli í nemendakönnum voru styttri skóladagur, fleiri vettvangsferðir og að boðið verði upp á meiri aðstoð í heimanámi fyrir alla nemendur. Aðrar tillögur voru aukin áhersla á listir og verklegt nám,  jafnt aðgengi, símareglur og fartölvur í stað spjaldtölva.

Fulltrúar ungmennaráðs lögðu til betri aðstöðu og viðhald sparkvalla, bætta vellíðan nemenda með aukinni fræðslu, öryggi á bílastæðum og meiri flokkun.

Samkvæmt tilkynningu Kópavogsbæjar fögnuðu bæjarfulltrúar tækifærinu að fá að funda með börnum og ungmennum og voru til svara eftir að hver og ein tillaga hafði verið borin upp. Tillögurnar verða svo settar í farveg innan sveitarfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks