fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Rúnar Hroði berst fyrir nafni sínu: „Þetta er mjög persónulegt fyrir mig, mitt eigið nafn og mitt eigið identity“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. maí 2024 14:30

Rúnar Hroði Geirmundsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta uppfyllir allar kröfur, nema huglægt mat einhverrar nefndar út í bæ, sem segir að þetta gæti orðið neikvætt fyrir börn sem vilja taka upp þetta nafn eða foreldra sem skíra vilja börnin sín þetta einhvern tíma í framtíðinni sem ég veit ekki af hverju þau ættu að vilja gera,“

segir Rúnar Hroði Geirmundsson sem ekki varð ágengt í því að fá nafnið Hroði samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Í úrskurði sínum þann 16. maí hafnar Mannanafnanefnd eiginnafninu Hroði á þeim grundvelli að það gæti valdið „nafnbera ama“.

Sjá einnig: Rúnar Hroði gefst ekki upp:„Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Í viðtali í þættinum Blekaðir segist Rúnar Hroði vera með lögfræðing í málinu og höfnun Mannanafnanefndar verði tekin upp. „Ef þau samþykkja þetta ekki ætla ég bara að kæra,“ segir Rúnar Hroði. „Mig langar bara að vinna þetta á mínum forsendum þó það kosti mig peninga.“

Segir hann að frumvarp sé fyrir Alþingi um að leggja nefndina niður og nafn hans hafi verið tekið sem dæmi á Alþingi degi eftir úrskurð Mannanafnanefndar.

„Þetta er mjög persónulegt fyrir mig, mitt eigið nafn og mitt eigið identity,“ segir Rúnar Hroði og bendir á að hann þurfi að greiða fyrir að Mannanafnanefnd taki erindi hans fyrir. „Svo er ég bara að vinna og allir fara að senda mér skilaboð. Þá er Mbl, Vísir og DV búnir að hæðast að því að nafninu hafi verið synjað. Hér er fullt af nöfnum sem eru asnaleg, viljið þið ekki skrifa fréttir?

Það kemur engum við hvað ég heiti, ef ég vil heita Kúk í prumpi þá kemur engum það við nema mér og foreldrum mínum,“ segir Rúnar Hroði. Bendir hann á að einnig sé til staðar Hestanafnanefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu