fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Egill Ólafsson: „Afleitur sjúkdómur og ég óska ekki neinum að fá hann“

Fókus
Fimmtudaginn 30. maí 2024 14:16

Egill Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Ólafsson, einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, segir að það hafi verið gott að stíga fram á sínum tíma og segja frá veikindunum sem hrjá hann. Hann greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn parkinson.

Egill var gestur Sigurlaugar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hann ræddi meðal annars veikindin og nýju kvikmyndina, Snerting. Fjallað er um viðtalið á vef RÚV.

Stuðmenn aflýstu tónleikum sínum árið 2022 vegna veikinda en í kjölfarið fóru að koma fram allskonar getgátur um hvað væri að. „Ég ákvað að segja þetta bara eins og þetta er. Mér fannst það gott. Það losaði mig undan þessari spennu að þurfa að vera að látast með þetta. Það er langbest að koma hreint fram.“

Egill segir að hann hafi frétt að hann væri með alzheimer og væri jafnvel við dauðans dyr.

„Af tvennu illu þá er parkinsoninn kannski betri, ef hægt er að segja það, þó það sé afleitur sjúkdómur og ég óska ekki neinum að fá hann,“ segir Egill í viðtalinu. Hann er ekki á þeim buxunum að gefast upp fyrir honum.

„Ég finn ekki fyrir því að gefast upp fyrir þessu. Ég held þetta sé karakterinn. Ég hef alltaf þráast við og kannski viljað geta gera betur en vel oft,“ segir hann og ræðir svo vinnuna við Snertingu sem gat tekið á enda stundum langir vinnudagar.

Nánar á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone