fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Harmleikur á Schiphol-flugvelli – Maður endaði í flugvélahreyfli

Pressan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 09:41

Slysið átti sér stað á Schiphol-flugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir farþegar hollenska flugfélagsins KLM urðu vitni að því þegar maður sogaðist inn í flugvélahreyfil með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.

Atvikið varð á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í gær en vélin sem um ræðir var á leið til Danmerkur. Var vélin að gera sig reiðubúna fyrir flugtak þegar atvikið varð. Rannsókn stendur yfir en ekki liggur fyrir hvort um sorglegt slys eða sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Þá liggur ekki fyrir hvort maðurinn hafi verið starfsmaður á flugvellinum þó margt bendi til þess, samkvæmt hollenskum fjölmiðlum. Í yfirlýsingu Schiphol-flugvallar kemur fram að hugur starfsmanna sé hjá aðstandendum mannsins og þá verði haldið utan um þá farþega og starfsmenn flugvallarins sem urðu vitni að atvikinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður