fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Þegar hann og Ferguson voru í stríði gerðist þetta á æfingu – „Tæklingarnar voru hræðilegar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney segir frá því í ítarlegu viðtali að Paul Scholes hafi meitt hann á æfingu þegar hann fór fram á sölu frá Manchester United árið 2010.

Rooney fór þá í stríð við félagið og Sir Alex Ferguson gerði málið opinbert, eftir mikil læti ákvað Rooney að draga í land og skrifa undir nýjan samning við United.

Framkoma hans virðist þó hafa pirrað marga samherja hans. „Þú vildir alltaf vinna leiki á föstudegi, sumar tæklingarnar voru hræðilegar,“ sagði Rooney við Gary Neville.

„Sir Alex Ferguson stöðvaði leikinn oft og lét okkur fara inn, Scholes straujaði mig einu sinni degi fyrir leik og ég meiddist.“

„Þetta var dagurinn þegar Ferguson fór á fréttamannafund og sagði frá því að ég vildi fara, ég er pottþéttur á því að Ferguson hafi beðið hann um þetta. Nei, ég er að grínast.“

Rooney er markahæsti leikmaður Manchester Untied í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann er í dag stjóri Plymouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið