Myndbandið byrjar þegar klukkan er um það bil tólf á hádegi en um klukkustund áður sendu Almannavarnir frá sér tilkynningu um aukna skjálftavirkni sem gæti verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups. Það var svo rétt eftir klukkan 12 á hádegi að vísindamenn staðfestu að kvikuhlaup væri hafið og flest benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Gosið hófst svo rétt fyrir klukkan 13.
Guðjón birti myndbandið á Facebook-síðunni Jarðsöguvinir þar sem það vakti talsverða athygli. Einhverjir veltu þó fyrir sér hvort sól og skuggi væru mögulega að störfum og blekktu augað. Aðrir sjá þó augljósa hreyfingu sem ætti kannski ekki að koma á óvart sé litið til þess gríðarlega magns kviku sem safnast hafði fyrir áður en gosið hófst. Myndbandið má sjá hér að neðan.