fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Guðjón birtir magnað myndskeið sem sýnir hreyfinguna á jörðinni rétt áður en gosið byrjaði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 09:01

Hreyfingin sést nokkuð vel þar sem rauði hringurinn er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Rafnar Rúnarsson birti í gærkvöldi býsna athyglisvert myndband sem sýnir þá miklu krafta sem leynast í iðrum jarðar. Myndbandið sýnir nefnilega glöggt hreyfinguna sem varð á jarðskorpunni um það leyti sem gosið byrjaði.

Myndbandið byrjar þegar klukkan er um það bil tólf á hádegi en um klukkustund áður sendu Almannavarnir frá sér tilkynningu um aukna skjálftavirkni sem gæti verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups. Það var svo rétt eftir klukkan 12 á hádegi að vísindamenn staðfestu að kvikuhlaup væri hafið og flest benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Gosið hófst svo rétt fyrir klukkan 13.

Guðjón birti myndbandið á Facebook-síðunni Jarðsöguvinir þar sem það vakti talsverða athygli. Einhverjir veltu þó fyrir sér hvort sól og skuggi væru mögulega að störfum og blekktu augað. Aðrir sjá þó augljósa hreyfingu sem ætti kannski ekki að koma á óvart sé litið til þess gríðarlega magns kviku sem safnast hafði fyrir áður en gosið hófst. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“