Samkvæmt fréttum á Ítalíu er Napoli farið í viðræður við Genoa með það í huga að kaupa Albert Guðmundsson sóknarmann liðsins.
Segir í fréttum á Ítalíu að samtalið við Albert hafi átt sér stað og hann sé klár í að ganga í raðir liðsins.
Antonio Conte er að taka við þjálfun Napoli en eftir erfitt tímabil er hugur í stórliðinu að gera betur.
Albert var að klára frábært tímabil með Genoa og hefur fjöldi liða sýnt honum áhuga. Napoli er sagt vilja klára dæmið sem fyrst.
Íslenski landsliðsmaðurinn verður ákærður fyrir kynferðisbrot á næstu dögum en búið er að gefa út að ákæran verði gefin út.
Er Albert sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu hér á Íslandi síðasta sumar en hann hefur hafnað sök í málinu.
Mál Alberts kom upp síðasta haust en var fellt niður. Þeirri ákvörðun var áfrýjað til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagt fyrir hann að gefa út ákæru.
Talað hefur verið um að Genoa vilji fá allt að 5 milljarða króna fyrir Albert eftir frábært tímabil hans.
#NEWS Confirmado: Negociaciones en curso entre #Napoli y #Genoa por Albert #Gudmundsson.
Giovanni #Manna quiere cerrar rápido un acuerdo y paralelamente ha retomado los contactos con el entorno del jugador, que ya dió su visto bueno para ir a Nápoles. pic.twitter.com/RIXTNjAiHM
— Andy Calcio 🇮🇹 (@Andy_Calcio) May 29, 2024