fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Hvernig væri að fólk reyndi að stilla sig?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Staksteina Morgunblaðsins í dag fjallar um umræðuna í íslensku samfélagi nú þegar aðeins tveir dagar eru til kosninga. Er sjónum beint að frásögn Bubba Morthens sem sagði frá því á dögunum að hann hefði fengið gusur yfir sig eftir að hann opinberaði stuðning sinn við Katrínu Jakobsdóttur.

Bent er á að fram undan sé það sem stundum er kallað lýðræðisveisla en almennt nefnt kosningar. Lýðræðisveisla sé þó ekki út í bláinn því að lýðræðið sé mikils virði og þær þjóðir sem búa við það fyrirkomulag ættu að gleðjast í hvert sinn sem þær fá að nýta kosningaréttinn.

„Þetta á vita­skuld einkum við um þær þjóðir þar sem lýðræðið er raun­veru­legt, en of mörg dæmi eru um það að lýðræðið sé lítið annað en nafnið eitt og kosn­ing­ar skekkt­ar á marg­an hátt. En það eru ekki all­ir glaðir þegar dreg­ur að kosn­ing­um og sum­ir fyll­ast heift. Þeir láta sér ekki duga stuðning við ein­staka fram­bjóðend­ur eða mál­efna­lega gagn­rýni á aðra, held­ur ráðast með of­stopa á bæði fram­bjóðend­ur og stuðnings­menn þeirra.“

Í Staksteinum kemur fram að Bubbi hafi lýst þessu ágætlega og hann spurt eftirfarandi spurninga:

„Hvað fær fólk til að senda ljót skila­boð, krefja mann um skýr­ing­ar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkom­andi myndi aldrei nota heima hjá sér?“

Staksteinahöfundur spyr hvort fólk geti ekki stillt sig.

„Svo nefn­ir hann dæmi sem eru þess eðlis að ekki er hægt að hafa þau eft­ir hér. Hvernig væri að fólk reyndi að stilla sig? Það virðist að vísu erfitt á Facebook og slík­um miðlum, en er ekki samt sjálfsagt að reyna?“

Bubba ofboðið eftir allt hatrið – „Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu