Valur er Íslandsmeistari í körfubolta eftir mjög dramatískan sigur á liði Grindavíkur í oddaleiknum sem fram fór í N1-höllinni í kvöld.
Lið Vals varð fyrir miklu áfalli í upphafi leiks þegar Kristófer Acox meiddist og var borinn af velli, hann kom ekki meira við sögu í leiknum. Meiðslin virtust hafa þjappað sterku liði Vals enn meira saman.
Valur leiddi nánast allan leikinn en liðinu tókst að svara öllum áhlaupum Grindavíkur og vann liðið að lokum góðan sigur, 80-73.
Taiwo Badmus var besti maður vallarins hjá Val og skoraði mörg mikilvæg stig í leiknum.
Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals skrifar sig í söguna en þetta er annar Íslandsmeistaratitil hans með Val en áður raðaði hann inn titlum sem þjálfari KR.