Starfsmenn Manchester United voru margir hverjir brjálaðir yfir því að sjá áhrifavaldinn IShowSpeed í gleðskap félagsins eftir sigur í enska bikarnum á laugardag.
IShowSpeed er afar vinsæll á Youtube og er sérstaklega vinsæll á meðal ungu kynslóðarinnar, hann er æstur og lætur vel í sér heyra.
Leikmenn og starfsmenn United fögnuðu saman á hóteli í London eftir sigurinn á Manchester City þar sem IShowSpeed var mættur.
Ensk blöð segja að starfsmenn félagsins hafi pirrað sig verulega á að sjá IShowSpeed mættan á svæðið en eins og fyrr segir eru mikil læti í kappanum.
IShowSpeed var gestur Alejandro Garnacho sem er leikmaður United og skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri á nágrönnum sínum.