Adam Wharton miðjumaður Crystal Palace er efstur á óskalista Vincent Kompany sem tók við þjálfun FC Bayern í gær. Independent heldur þessu fram.
Kompany tók við Bayern eftir að hafa fallið með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni.
Margir höfðu hafnað starfinu hjá Bayern og endaði félagið á að fara í Kompany sem er efnilegur þjálfari.
Wharton var keyptur til Crystal Palace frá Blackburn í janúar en hann er tvítugur miðjumaður.
Kompany vill bæta við miðjumanni en hann er sagður hafa hrifist af Wharton þegar Palace vann 3-0 sigur á Burnley í vetur.