Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 28. maí að sekta Knattspyrnufélagið Árbæ, um 75.000 kr. vegna opinberra ummæla og framkomu þjálfara.
Ástæðan eru ummæli sem þjálfari Baldvin Már Borgarsson lét falla í einkaskilaboðum Gunnars Odds Hafliðasonar dómara. Birti Baldvin skilaboðin á X-inu hans Elon Musk á dögunum.
Ummæli sem vitnað er til í greinargerð málskotsnefndar eru eftirfarandi:
„Juju Gunnar Oddur vinur minn sem ranglega rak minn mann utaf i bikarnum gegn Fram fyrir að lata sparka i sig, akvað lika að reka Adam Pals utaf fyrir að segja Dora Arna verðskuldað að fokking halda kjafti, erum við ekki með eitthvað gott atak i gangi, #gerumbetur eða eh?.“
„Neinei, svo er þetta enginn shocker þegar menn fara bara inn í skelina frekar en að takast á við mistökin, sjáum hvort hann ákveði að amk seena þetta wake up call sem ég bætti við áðan…“
Með færslu Baldvins á X-inu var birt skjáskot af einkaskilaboðum hans á facebook messenger til Gunnars Odds Hafliðasonar dómara vegna leiks Árbæjar og Fram í Mjólkurbikar karla sem fram fór þann 25. apríl sl.
Í samræmi við grein 21.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál ber að fara með mál, sem málskotsnefnd vísar til nefndarinnar á grundvelli 21. greinar, eins
og um kærumál sé að ræða. Greinargerð málskotsnefndar KSÍ var því send til Árbæjar og til Baldvins Más og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. maí 2024.
Á fundi nefndarinnar 21. maí 2024 lágu ekki fyrir greinargerðir vegna málsins hvorki frá knattspyrnufélaginu Árbæ né frá Baldvin Má Borgarssyni, þjálfara mfl. karla í knattspyrnu hjá Árbæ.