Vísir greindi frá því á ellefta tímanum að fjölda fólks hefði verið sagt upp og að uppsagnirnar næðu til margra ólíkra deilda á skrifstofu fyrirtækisins.
Í frétt RÚV kemur fram fram að af þeim sem var sagt upp hafi 45 verið innan vébanda VR. Þá beinist uppsagnirnar að skrifstofufólki en ekki flugáhöfnum.
DV hefur ekki náð tali af upplýsingafulltrúa Icelandair en Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, sagði við Vísi í morgun að dagurinn í dag væri erfiður. Af virðingu við starfsfólk gæti hún ekki tjáð sig um málið.