fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sá gosið hefjast með berum augum og segir sjónarspilið magnað – „Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 13:56

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukafréttatíma RÚV vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröð lauk rétt í þessu. Eldgosið hófst klukkan 12:46 í dag og mátti sjá það í beinni útsendingu á vefmyndavélum. En fréttakonan Amanda Guðrún Bjarnadóttir, sá það berum augum frá Grindavíkurafleggjara þar sem hún var stödd með öðru fjölmiðlafólki og ferðamönnum.

„Þetta er mjög tilkomumikið að sjá og það var alveg ótrúlegt að fylgjast þessu byrja. Þá voru ég og Stefán tökumaður við Grindavíkurafleggjarann ásamt helling af ferðamönnum og öðru fjölmiðlafólki. Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman. Þetta er í fyrsta sinn sem ég gos hefjast svona með berum augum og túristarnir að sjálfsögðu hrifumst mjög svo með okkur.“

Amanda flutti fréttir frá Arnanesnámu þar sem mátti vel sjá kraftmikið gosið. Hún segir ótrúlegt að fylgjast með sjónarspilinu.

Fréttastofa ræddi einnig við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing, sem telur að gossprungan sé nú orðin um tveir og hálfur kílómetri að lengd. Þetta sé hefðbundið fyrir gos á þessu svæði þar sem sprungur ná oft upp í þrjá kílómetra áður en það fer að slaka á gosinu. Hann tók fram að gosið sé nýhafið og eigi enn eftir að safna upplýsingum um stærð þess og kraft til að fá fullnægjandi mynd af stöðunni.

„Það er náttúrulega bara að koma í ljós hvernig þetta gos þróast.“

Rétt fyrir 11 í morgun byrjaði mikil skjálftavirkni sem hélst stöðug þar til um hádegi þegar mælingar fóru að sýna aflögunarmerki sem eru skýrar vísbendingar um að kvika sé að leggja að stað eða að hún sé þegar lögð að stað. Þetta sé í raun lengdri aðdragandi en reiknað var með. Við fyrstu sýn virðist gosið vera svipað og síðustu gos.

Þegar gosið hefur dreift úr sér fer fljótt að draga úr því.

Benedikt sagði að gossprungan sé að lengjast til suðurs í áttina að Grindavík en ólíklegt þyki að reyna muni á varnargarða, en þó ómögulegt að útiloka nokkuð eins og staðan er núna. Þeir innviðir sem séu helst í hættu sé Grindavíkurvegurinn og mögulega mannvirki við Svartsengi sem þó eru sem betur fer varin með varnargarði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks