Eldgosið hófst rétt fyrir klukkan 13 í dag og er það á Sundhnúksgígaröðinni, svipuðum slóðum og síðustu gos.
Greint var frá því skömmu eftir að gos hófst að ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefði ákvað að fara á neyðarstig vegna eldgossins.
Merki eru um að kvikugangurinn sé að færast nær Grindavíkurbæ og eru viðbragðsaðilar og aðrir sem eru í Grindavík beðnir um að vera tilbúnir að yfirgefa bæinn á mjög skömmum tíma.