Phil Foden var að flestra mati besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinanr á liðnu tímabili þar sem hann var gjörsamlega fra´bær.
Foden skoraði nítján mörk á tímabilinu en miðað við færin sem hann fékk þá átti hann ekki að skora svona mikið.
Foden var með 10,71 í XG á leiktíðinni sem segir til um það að hann hefði átt að skora í kringum 11 mörk miðað við færin.
Foden var hins vegar í miklu stuði og kláraði erfið færi vel sem skilaði sér í nítján mörkum.
Foden er að verða einn besti leikmaður ensku deildarinnar og verður í algjör lykilhlutverki hjá enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.
Phil Foden scored 19 goals from 10.71(xG) last season, the biggest xG over-performance of any player. pic.twitter.com/a4jJhx3gWk
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) May 29, 2024