fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Eldgos er hafið, neyðarstigi lýst yfir og fluglitakóði á rautt – Kvikugangur færist nær Grindavíkurbæ

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. maí 2024 12:49

Mynd/Live from Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið í Sundhnúkagígjaröðinni og má sjá á vefmyndavélum.  Eldgosið er nærri Sundhnúkum norðan við Grindavík og virðist vera staðsett norðaustan við Sýlingafell. Gosstrókar ná minnst fimmtíu metrum og lengdin á sprungunni virðist vera rúmlega einn kílómetri.

Uppfært: 13:12 – Að sögn Almannavarna er kvikugangurinn að færast nær Grindavíkurbæ og viðbragðsaðilar og aðrir sem eru í Grindavík eru beðnir um að vera tilbúnir að yfirgefa bæinn á mjög skömmum tíma.

Á vefmyndavél Live from Iceland mátti sjá gosið hefjast

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nánari staðsetningu, samkvæmt tilkynningu Veðurstofu, og til að meta stærð eldgossins. Fluglitakóði hefur verið færður á rautt, þangað til nánari upplýsingar um öskudreifingu berast.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig. En gosið hófst rétt fyrir klukkan eitt.

Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sé á svipuðum stað og síðast. Hún var í beinni útsendingu í fréttum RÚV um það leyti sem gos hófst rétt fyrir klukkan 13.

„Sprungan er ansi löng og þetta er að brjótast út með mjög miklum krafti, við sjáum mjög hjáa gosstróka. Þetta er á Sundhnúksgígaröðinni og gosstrókarnir eru að ná örugglega að minnsta kosti 50 metra hæð,“ sagði Kristín og bætti við að lengdin á sprungunni væri einn og hálfur kílómetri til að, byrja með. „En við erum að horfa á allra fyrstu augnablikin í þessu gosi,“ sagði hún.

Eldgosið sést vel frá skrifstofu Víkurfrétta í Reykjanesbæ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu