Frá gosstöðvum nærri Grindavík 15. janúar síðastliðinn
Almannavarnir biðja þau sem eru búsett í Grindavík og eru að rýma bæinn núna að hafa samband svo hægt sé að skrásetja þau. Fólk hafi samband í síma 1717 eða fari á aðalskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9.